Fundargerð 13. fundar Loftslagsráðs

17. september 2019

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Sigurður Thorlacius, Maríanna Traustadóttir, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir (seinni hluta fundar), Helga Ögmundardóttir, Gunnar Dofri Ólafsson, Sævar Helgi Bragason, Hrönn Hrafnsdóttir, Pétur Blöndal, í forföllum Hrefnu Karlsdóttur, Ragnhildur Freysteinsdóttir. Í fjarfundarbúnaði: Steingrímur Jónsson

Forföll boðuðu: Sigurður Eyþórsson og Hrefna Karlsdóttir. Fjarverandi: Árni Finnsson og Ragnar Frank Kristjánsson

Helga Barðadóttir, sérfræðingur í UAR, sat fundinn í forföllum starfsmanns ráðsins og ritaði fundargerð.

Fundargerð seinasta fundar

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt án athugasemda.

Stöðumat, áherslur og vinnulag

Megináherslur og áfangar fyrir vorið

  • Formaður greindi frá því að á þessu starfsári yrði stefnt að því að fundir yrði að öllu jöfnu 2 tímar en janframt reiknað með að fundað yrði örar en á síðasta starfsári. Sagðist hann gjarnan vilja sjá ráðið sem afl framfara þar sem ekki aðeins yrði horft inná við heldur ekki síður stefnt á að hafa áhrif úti í samfélagið.
  • Í vinnu ráðsins verður mest áhersla lögð á kolefnishlutleysi, aðlögun að loftslagsvá og upplýsinga og fræðslumál.

Framsetning starfsáætlunar (til samþykktar á næsta fundi)

  • Fyrir næsta fund mun formaður senda út tillögu að starfsáætlun sem verði umræðugrundvöllur á næsta fundi.
  • Margt sem þarf að skoða varðandi fræðsluþáttinn og var ákveðið að Sævar, Sigurður og Maríanna taki þátt í því að kortleggja þann þátt.
  • Bent á mikilvægi fullorðinsfræðslu og fræðslu til atvinnulífsins.
  • Ljóst að þrátt fyrir að mikil þekking sé innan ráðsins þá geti verið nauðsynlegt að leita aðstoðar um ákveðin málefni út fyrir ráðið.

Virkjun varafulltrúa og samstarf við tilnefningaraðila

  • Verður rætt betur síðar og hvernig baklandið verði virkjað.
  • Varafulltrúar nú skipaðir í fyrsta sinn. Til að tryggja að þeir hafi aðgang að upplýsingum var ákveðið að þeir fengju fullan aðgang að Teams-svæði ráðsins, en auk þess sem þar verða sett inn gögn er varða vinnuna framundan þá eru þar einnig aðgengileg öll gögn frá síðasta starfsári.
  • Sérstök áhersla verður lögð á að virkja varafulltrúa í tengslum við alla viðburði.
  • Rætt um að leitað verði samstarfs með tilnefningaraðilum og þeirra baklandi um ákveðin viðfangsefni.

Upplýst var að sérstakur samráðsvettvangur sveitarfélaganna um loftslagsmál hefði verið stofnaður.

Erindi Festu sem sent var til ráðsins fyrir fundinn.

  • Rætt var um erindi Festu en það fjallar m.a. um mikilvægi þess að samræma framsetningu á efni um loftslagsmál, kolefnismælingar og reiknivélar til að reikna kolefnisfótspor.
  • Ekki sjálfgefið að erlendir stuðlar eigi við hér og í því sambandi sérstaklega bent á að orkustuðlar éu villandi fyrir aðstæður hér á landi og taki ekki tillit til íslensks raforkumarkaðar.
  • Festa kallar eftir því að ráðið stuðli að samræmingu slíkra mæla, forsendur og framsetningu.

Kolefnishlutleysi 2040

Staða greiningarvinnu (sjá vinnuplagg á Teams).

  • Miklar væntingar standa til þess að umfjöllun ráðsins bæti skilning á hvað átt er við með kolefnishlutleysi. Einnig er mikilvægt að ná utan um helstu stærðargráður í þessu sambandi. Slík greining og sviðsmyndavinna er hafin og nær hún bæði til losunar og bindingar.
  • Kolefnishlutleysi (jafnvægi í bindingu og losun) er ekki stefna heldur nauðsyn til að stöðva hækkun hita á jörðinni og gerir Parísarsamningurinn ráð fyrir því að slíkt jafnvægi náist 2050.
  • Sviðsmyndir IPCC sem koma okkur á réttan stað gera ráð fyrir gífurlegri bindingu.
  • Ljóst að ráðið geti ekki komið með endanlegar tillögur um það hvernig markmiðum verði náð heldur ætti að geta rammað inn stóru myndina svo stjórnvöld og aðrir ákvörðunaraðilar geti tekið upplýstar ákvarðanir.
  • Unnið að því að Ísland leggi fram sínar tillögur eigi síðar en á Aðildaríkjafundi loftslagssamningsins (COP26) sem haldinn verður í nóvember 2020.
  • Samkeppnishæfni ísl. atvinnulífs byggir á kolefnissporinu. Myndi hafa mikið að segja ef það tekst að finna lausn á kolefnislausum skautum í álvinnslu, sem myndi þýða að kolefnisspor álframleiðslunnar hér á landi yrði mjög lítið.
  • Rætt um greiningarvinnuna sem þegar hefur verið unnin og hvernig ráðið muni nýta sér hana.

Næstu skref

  • Tillaga sett fram um að ráðið taki saman stutta greinargerð og skili skýrslunni sem viðhengi við greinargerðina.
  • Rætt um að fá Darra til að kynna skýrsluna og í kjölfarið verði skoðað hvort þörf sé á að kalla eftir frekari greiningum.
  • Var það rætt m.a. í samhengi við orkuspár og að nánast ekkert liggi fyrir af hagrænum greiningum hér á landi. Nefnt að álit Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um kolefnishagstjórn, sem kom út í vor, gæti verið innlegg í umræðuna.

Aðlögun að loftslagsbreytingum

Umræðuplagg (sjá drög á Teams)

  • Rætt um að vinna þurfi að þessu verkefni með nokkuð öðrum hætti en varðandi kolefnishlutleysið.
  • Málstofan sem haldin var í vor sýndi mikinn áhuga á málinu.
  • Skilgreina þarf hugtök og óskað eftir því að ráðið komi fram með tillögur til stjórnvalda í þeim efnum.
  • Nauðsynlegt að skilgreina betur hvað eigi að setja fram í stefnu áður en hægt er að leggja grunn að aðgerðaáætlun.
  • Skilgreina þarf m.a. hvað sé ásættanleg áhætta og hver áhættuviðmiðin eigi að vera. Einnig þurfi að huga að verkaskiptingu stofnana.
  • Mikið áhyggjuefni hvað við stöndum veikt gangvart málefnum hafsins varðandi þessi mál.
  • Ný lög um loftslagsmál gera ráð fyrir því að Alþingi verði reglulega upplýst um stöðuna varðandi loftslagsáhættu og þá þarf viðmiðunarpunkturinn að liggja fyrir.
  • Mikið að gerast í þessum geira, m.a. nýútkomin skýrsla Global Commission on Adaptation þar sem sett eru fram alþjóðleg viðmið um aðlögun.

Næstu skref

Ákveðið að setja þurfi fram áfanga í vinnunni og leggja fram tillögur um það hvernig efla megi stjórnkerfið m.t.t. aðlögunnar.

Næsti fundur og næstu skref

  • Næsti fundur hefur verið boðaður 2. okt. n.k. Á þeim fundi verður lögð áhersla á umræðu um kolefnishlutleysi þar sem ráðuneytið setur það mál í forgang þar sem efnið verð m.a. nýtt í skýrslu til loftslagssamningsins sem þarf að liggja fyrir í síðasta lagi fyrir lok næsta árs.
  • Ráðsmenn hvattir til að hlera umræðu um málið í sínu baklandi fyrir fundinn.
  • Ráðsmenn hvattir til að kynna sér vel fyrirliggjandi efni.
  • Einnig verði fjallað frekar um fræðslumálin.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 11:05

Fréttir

Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk...

Breytingar á Loftslagsráði í undirbúningi hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

Í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á dögunum fyrir ríkisstjórninni kemur fram að hann hyggst þróa og efla Loftslagsráð svo það geti sinnt lögbundnu...

Uppgjör Loftslagsráðs

Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör...

Tölum skýrt og verum hreinskilin til að vita hvar við stöndum

Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í lok þessa árs verður í fyrsta skipti kynnt svokallað stöðumat heimsins, eða global stock take. Stöðumatinu er ætlað að gefa nákvæma mynd af því hvar þjóðir veraldar eru staddar þegar kemur að...

Bráðnun jökla að aukast

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar hafa jöklar á Suðurskautslandinu og á Grænlandi bráðnað mun hraðar á undanförnum áratugum en áður var talið. Árleg bráðnun jöklanna hefur sexfaldast frá 1992 og sjö verstu árin hvað varðar...

Hlýnun stefnir yfir 1,5 gráðu mörkin á næstu árum

Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur nú verið kynnt. Hún hefur að geyma áætlun um þróun ríkisútgjalda og tekna, og þar eru lagðar á borðið þær áherslur sem einkenna skulu umsvif hin opinbera á komandi árum. Áætlunin er byggð á spálíkönum sem...

Áform um alþjóðlegt vöktunarnet á losun og bindingu GHL

Nýjasta talan yfir magn koltvísýrings í andrúmsloftinu, þegar þetta er skrifað, er 424,32 ppm. Sú tala þýðir að af hverjum milljónum einingum í andrúmsloftinu eru 424,32 koltvísýringur. Talan er fengin frá rannsóknarstöðinni í Mauna Loa í Hawaii,...

Góð dæmi um réttlát umskipti – Ný skýrsla

Með því að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og að því sé gert kleift að beita nýrri tækni og höndla nýjar áskoranir er hægt að auka líkurnar á því að loftslagsaðgerðir skili árangri til langs tíma. Þessa ályktun má draga af nýrri skýrslu UN...

Binda einhver ríki meira kolefni en þau losa?

Alls hafa 93 lönd í heiminum, samkvæmt Climatewatch, lýst því yfir formlega að þau stefni að kolefnishlutleysi. Ísland er á meðal þeirra tuttugu landa sem hafa bundið slíkt markmið í lög, en Ísland skal verða orðið kolefnishlutlaust samkvæmt lögum...

Hitastig sjávar og loftslagsbreytingar

Meðalyfirborðshiti sjávar á jörðinni hefur aldrei mælst jafnhár og nú í apríl, eða 21,1 gráða. Þar með hefur metið verið slegið frá því í mars 2016, en þá mældist hitinn 21 gráða. Mælingar undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að hitastig sjávar...