Fundargerð 22. fundar Loftslagsráðs

18. mars 2020

Fundurinn var haldinn í fjarfundabúnaði í ljósi Covid-19.

Mætt:Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Ragnar Frank Kristjánsson, Maríanna Traustadóttir, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Gunnar Dofri Ólafsson, Sigurður Thorlacius, Árni Finnsson, Steingrímur Jónsson, Hildur Hauksdóttir, Jóhanna Harpa Árnadóttir og Berglind Ósk Alfreðsdóttir.

Anna Sigurveig, starfsmaður Loftslagsráðs, ritaði fundargerð.

Fundargerð seinasta fundar

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt.

Samskiptastefna Loftslagsráðs

Elías Jón Guðjónsson og Gunnar Þorvaldsson hjá AtonJL kynntu drög að samskiptastefnu Loftslagsráðs. 

AtonJL hefur unnið með Loftslagsráði undanfarnar vikur að gerð samskiptastefnu. Mikilvægur hluti verkefnisins var stefnumótunarfundur með ráðinu á Hellisheiði í janúar þar sem fulltrúum og varafulltrúum var boðið í samtal um helstu áherslur ráðsins og hvernig það sér fyrir sér að ráðið starfi. 

AtonJL hefur unnið að því að draga saman niðurstöður fundarins og setja fram samskiptastefnu í samvinnu við ráðið og voru þau drög kynnt á fundinum. Meginmarkmið vinnunnar er að marka Loftslagsráði samskiptastefnu þar sem skilgreint er hvernig ráðið getur með skipulögðum samskiptum styrkt stöðu sína í umfjöllun um og viðbrögðum við loftslagsvá. 

Samskiptastefnan er sett upp með eftirfarandi hætti: 

  1.  Stefnumótun og greining 
  2.  Markmið
  3.  Orðræða
  4.  Leiðir
  5.  Tillögur að aðgerðum

Fundarmenn fengu tækifæri til að lýsa fyrstu viðbrögðum og var almenn ánægja með skjalið sem fundarmenn töldu myndu bæði einfalda og skerpa vinnu ráðsins. Drög að stefnunni voru gerð aðgengileg á Teams í kjölfar fundar. Gefst fundarmönnum tækifæri til að koma með athugasemdir við stefnuna hvað varðar efni og framsetningu fram til 25. mars. Gert er ráð fyrir að samskiptastefnan geti verið samþykkt stuttu síðar. 

Hagræn stjórntæki

Ráðgjafafyrirtækið Capacent var fengið til að vinna yfirlit um þau hagrænu stjórntæki sem til staðar eru á Íslandi. Starfandi er hópur innan Loftslagsráðs sem tekið hefur utan um þessa vinnu en Brynhildur Davíðsdóttir hefur umsjón með vinnu hópsins.

Drög að yfirliti Capacent hafa borist og voru rædd í hópnum föstudaginn 13. mars en fulltrúar hópsins sendu inn athugasemdir við skjalið í kjölfarið og verða þær teknar saman og kallað aftur til fundar í undirhópnum. Miða athugasemdir m.a. að því að styrkja greiningu og umfjöllun um tölulegar stærðir. Markmið með vinnunni er að fá heildarmynd af þeim hagrænu stjórntækjum sem beitt er á Íslandi í samhengi loftslagsmála og þeim fjármunum sem renna til og frá stjórnvöldum vegna þeirra. 

Í kjölfarið verða athugasemdir sendar til greiningaraðila. Stefnt er að sameiginlegu minnisblaði ráðsins um hagræn stjórntæki í vor.

Önnur mál

Unnið er að úttekt um stjórnsýslu loftslagsmála. Sú vinna er langt komin og voru meginskref úttektarinnar kynnt fyrr. 

  • Fyrsta skrefið voru djúpviðtöl við lykilaðila. Þau viðtöl eru langt komin og hafa formaður og varaformaður fengið kynningu á fyrstu niðurstöðum viðtala. Er mat þeirra að vinnan muni veita mjög gagnlega innsýn í málaflokkinn en einnig upplýsingar sem nýtast munu ráðinu í sínu starfi hvað varðar m.a. eðli og persónu ráðsins.
  • Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í maí.

Kolefnisjöfnun 

Á seinasta fundi ráðsins var ákveðið að ljúka umfjöllun ráðsins um kolefnisjöfnun með því að boða til óformlegs samráðsfundar.

  • Komin er tímasetning á þann fund sem haldinn verður með fjarfundarsniði þann 26. mars frá kl. 10.30 til 12.15. Auk fulltrúa í Loftslagsráði verður þangað boðið fulltrúum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Umhverfisstofnunar, Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Kolviðar, Votlendissjóðs, iCert, Tún, og Landbúnaðarháskólans. Fundarboð verður sent við fyrsta tækifæri.

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Aðgerðaáætlun loftslagsmálum er langt komin en sökum aðstæðna í þjóðfélaginu er ekki ljóst hvenær hægt verður að gera áætlunina opinbera. Gefa aðstæður þó tækifæri á að meiri tími gefist Loftslagsráði til yfirferðar á áætluninni. Verða fulltrúar í ráðinu látnir vita um leið og línur skýrast varðandi tímasetningu á birtingu áætlunarinnar og einnig hvenær ráðið getur fengið skjalið til yfirlestrar.

Kolefnishlutleysi

Lokadrög að áliti um kolefnishlutleysi voru send fyrir viku og gerðu nokkrir fulltrúar athugasemdir við skjalið. Ekki er gert ráð fyrir efnislegum breytingum en athugasemdir bárust frá fulltrúum og gert er ráð fyrir að lokið verði skjalið innan fárra daga.

Verkefnastjóri Loftslagsráðs

Auglýst var eftir verkefnastjóra fyrir Loftslagsráð. Alls bárust 69 umsóknir en kvarnaðist úr þeim hópi þegar óskað var eftir að listinn yrði gerður opinber og alls eru því 52 umsækjendur. 

Valdir hafa verið 17 aðilar og verkefni lagt fyrir þann hóp. Vænst er til þess að viðtöl geti átt sér stað í næstu viku. Gert er ráð fyrir að um 5 aðilar verði kallaðir til viðtals. 

Fundargerðir 

Starfsmaður leggur til nýtt fyrirkomulag við samþykktir fundargerða. Þær verði framvegis settar á Teams í kjölfar fundar og fulltrúum gefinn kostur á að koma með athugasemdir. Frestur til athugasemda verður vika og í kjölfarið verður samþykkt fundargerð sett á vefsíðu ráðsins. Þetta fyrirkomulag var samþykkt af fundarmönnum. 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.

Fréttir

Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk...

Breytingar á Loftslagsráði í undirbúningi hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

Í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á dögunum fyrir ríkisstjórninni kemur fram að hann hyggst þróa og efla Loftslagsráð svo það geti sinnt lögbundnu...

Uppgjör Loftslagsráðs

Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör...

Tölum skýrt og verum hreinskilin til að vita hvar við stöndum

Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í lok þessa árs verður í fyrsta skipti kynnt svokallað stöðumat heimsins, eða global stock take. Stöðumatinu er ætlað að gefa nákvæma mynd af því hvar þjóðir veraldar eru staddar þegar kemur að...

Bráðnun jökla að aukast

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar hafa jöklar á Suðurskautslandinu og á Grænlandi bráðnað mun hraðar á undanförnum áratugum en áður var talið. Árleg bráðnun jöklanna hefur sexfaldast frá 1992 og sjö verstu árin hvað varðar...

Hlýnun stefnir yfir 1,5 gráðu mörkin á næstu árum

Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur nú verið kynnt. Hún hefur að geyma áætlun um þróun ríkisútgjalda og tekna, og þar eru lagðar á borðið þær áherslur sem einkenna skulu umsvif hin opinbera á komandi árum. Áætlunin er byggð á spálíkönum sem...

Áform um alþjóðlegt vöktunarnet á losun og bindingu GHL

Nýjasta talan yfir magn koltvísýrings í andrúmsloftinu, þegar þetta er skrifað, er 424,32 ppm. Sú tala þýðir að af hverjum milljónum einingum í andrúmsloftinu eru 424,32 koltvísýringur. Talan er fengin frá rannsóknarstöðinni í Mauna Loa í Hawaii,...

Góð dæmi um réttlát umskipti – Ný skýrsla

Með því að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og að því sé gert kleift að beita nýrri tækni og höndla nýjar áskoranir er hægt að auka líkurnar á því að loftslagsaðgerðir skili árangri til langs tíma. Þessa ályktun má draga af nýrri skýrslu UN...

Binda einhver ríki meira kolefni en þau losa?

Alls hafa 93 lönd í heiminum, samkvæmt Climatewatch, lýst því yfir formlega að þau stefni að kolefnishlutleysi. Ísland er á meðal þeirra tuttugu landa sem hafa bundið slíkt markmið í lög, en Ísland skal verða orðið kolefnishlutlaust samkvæmt lögum...

Hitastig sjávar og loftslagsbreytingar

Meðalyfirborðshiti sjávar á jörðinni hefur aldrei mælst jafnhár og nú í apríl, eða 21,1 gráða. Þar með hefur metið verið slegið frá því í mars 2016, en þá mældist hitinn 21 gráða. Mælingar undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að hitastig sjávar...