Fundargerð 12. fundar Loftslagsráðs

5. júní 2019

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Pétur Reimarsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Sigurður Eyþórsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Jóhanna Harpa Árnadóttir.

Í fjarfundarbúnaði: Brynhildur Davíðsdóttur og Brynhildur Bjarnadóttir Forföll boðaði: Sigurður Ingi Friðleifsson.

Anna Sigurveig Ragnarsdóttir starfsmaður ráðsins sat fundinn og skrifaði fundargerð.

Fundargerð seinasta fundar

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt án athugasemda.

Uppbygging stjórnsýslu í loftslagsmálum – drög að áliti Loftslagsráðs

Í skipunarbréfi til fulltrúa loftslagsráðs dags. 25. maí 2018 kom fram að eitt verkefna ráðsins yrði að vinna úttekt á stjórnsýslu loftslagsmála. Til að hefja þá vinnu Síðastliðið haust hafði ráðið samband við Hrafnhildi Bragadóttur sl. haust sem tók saman yfirlit yfir þá aðila sem hafa hlutverkum að gegna í stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi. Í kjölfarið tók ráðið saman álit undir yfirskriftinni „Öflug stjórnsýsla í loftslagsmálum“, sem samþykkt var þann 12. desember 2018.

Ráðherra óskaði í framhaldinu eftir nánari greiningu ráðsins á fjárveitingum, mannauði og innviðum auk sviðsmynda um framtíðar uppbyggingu stjórnsýslunnar. Fundarmenn vor sammála um að ráðið telur sig ekki hafa burði til að vinna slíka stjórnsýsluúttekt og leggur til að ráðherra feli hana sérfróðum aðilum en í ljósi reynslu af starfi Loftslagsráðs, eftir að ofangreint álit var lagt fram telur ráðið sig nú hafa forsendur til að koma með frekari ábendingar.

Lögð voru fram drög að áliti sem var til umræðu á fundinum. Fundarmenn voru almennt sammála um innihald skjalsins en þótti mega skerpa á nokkrum atriðum. Álitið telst samþykkt en ákveðið var að formaður myndi vinna frekar í skjalinu og senda fundarmönnum til lokasamþykktar.

Aðlögun að loftslagsbreytingum

Reynslan af ráðstefnu og vinnustofu.

  • Fundarmenn voru sammála um að ráðstefnan hefði tekist vel. Mikil ánægja var einnig með vinnustofuna þar sem fjölmargir aðilar sem koma að aðlögunarmálum að einhverju leiti í sínum störfum komu saman. Sköpuðust góðar umræður og fundarmenn höfðu fengið mjög jákvæð viðbrögð frá gestum. Er þarna kominn vísir að tengslaneti sem hægt verður að leita í síðar. Eftir vinnustofuna var skoðanakönnun send út og fengust mörg og ítarleg svör.

Samantekt af vinnustofu

  • Ráðgjafastofan Alta tók skilaði samantekt um fundinn. Þar koma fram góðar upplýsingar. Ákveðið var að samantektin yrði send þátttakendum á vinnustofunni auk þeirra sem sóttu ráðstefnuna fyrir hádegið

Efnistök í umræðuplaggi sem unnið verður í sumar

Kolefnishlutleysi 2040

Staða greiningarvinnu – Darri Eyþórsson

  • Loftslagsráð hóf umræðu um kolefnishlutleysi á fundi ráðsins 27. febrúar 2019. Í framhaldinu var ákveðið að fá Darra Eyþórsson doktorsnema til að vinna umræðuplagg um kolefnisleysi undir leiðsögn formanns og varaformanns. Greiningarvinna er nú í gangi og var á fundinum farið yfir drög að skjalinu sem Darri er að taka saman fyrir ráðið. Drögin voru send út fyrir fundinn svo fundarmenn höfðu möguleika á að lesa skjalið.

Inngangskaflar

  • Á fundinum var ákveðið að gera inngangskafla skjalsins opinbera til að þessi vinna nýtist Stjórnarráðinu á komandi vikum.

Upplýsingar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Kynning á innviðauppbyggingu vegna orkuskipta í samgöngum

  • Verkefnið var kynnt opinberlega á blaðamannafundi 4. júní. Ráðið hefur áður fengið kynningu á stöðu þess, sjá má nánari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok- frett/2019/06/04/Markviss-uppbygging-innvida-vegna-orkuskipta-i- samgongum-/

Kynning á átaki í bindingu kolefnis

  • Átak í kolefnisbindingu er ein af meginstoðum aðgerðaráætlunar í Loftslagsmálum. Verkefnið hefur áður verið kynnt Loftslagsráði og Skógræktin og Landgræðslan hafa unnið að um nánari útfærslum sl. mánuði. Verkefnið er nú vel mótað og verður kynnt opinberlega innan fárra vikna.

Frumvarp til breytinga á lögum um loftslagsmál

  • Frumvarpið hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu í vetur og er nú til umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd. Nefndarálit mun fljótlega verða tilbúið, ólíklegt er að málið tefjist fram á haust.
  • Skipað verður aftur í ráðið þegar lagastoð verður komin fyrir starfsemi ráðsins.

Stofnun samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir

  • Stofnaður hefur verið samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir. Verkefnið verður viðstað hjá Íslandsstofu og standa að því fjögur ráðuneyti, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Bændasamtök Íslands Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofa auk fjölda fyrirtækja. Áhugavert verður að sjá hvernig vettvangurinn mun starfa og tengsl hans við Loftslagsráð. https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt- rit/2019/05/28/Stofnun-samstarfsvettvangs-um-loftslagsmal-og-graenar- lausnir/

Reynslan af fyrsta starfsárinu og undirbúningur næsta starfsárs

  • Fundarmenn voru sammála um að þetta fyrsta starfsár hefði tekist vel.
  • Fundarmenn töldu vel hafa tekist til að hafa það sem kemur frá ráðinu bæði faglegt og upplýsandi.
  • Gott hversu breiður hópur á fulltrúa í ráðinu, þannig er aðkoma ólíkra aðila tryggð og gott að heyra sjónarmið annara.
  • Mikilvægt er að ráðið spyrjir réttra spurninga og tryggja þarf sjálfstæði ráðsins sem felst að miklu leiti í því að hafa tækifæri til að láta vinna sjálfstæðar greiningar.
  • Mikil vinna að sitja í ráðinu og oft mikið að lesa. Fundir hafa verið langir.
  • Fundarmenn voru sammála um að ráðið hefði tækifæri og vilja til að láta enn frekar til sín taka á komandi ári.

    Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 15:00

    Fréttir

    Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

    Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk...

    Breytingar á Loftslagsráði í undirbúningi hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

    Í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á dögunum fyrir ríkisstjórninni kemur fram að hann hyggst þróa og efla Loftslagsráð svo það geti sinnt lögbundnu...

    Uppgjör Loftslagsráðs

    Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör...

    Tölum skýrt og verum hreinskilin til að vita hvar við stöndum

    Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í lok þessa árs verður í fyrsta skipti kynnt svokallað stöðumat heimsins, eða global stock take. Stöðumatinu er ætlað að gefa nákvæma mynd af því hvar þjóðir veraldar eru staddar þegar kemur að...

    Bráðnun jökla að aukast

    Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar hafa jöklar á Suðurskautslandinu og á Grænlandi bráðnað mun hraðar á undanförnum áratugum en áður var talið. Árleg bráðnun jöklanna hefur sexfaldast frá 1992 og sjö verstu árin hvað varðar...

    Hlýnun stefnir yfir 1,5 gráðu mörkin á næstu árum

    Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur nú verið kynnt. Hún hefur að geyma áætlun um þróun ríkisútgjalda og tekna, og þar eru lagðar á borðið þær áherslur sem einkenna skulu umsvif hin opinbera á komandi árum. Áætlunin er byggð á spálíkönum sem...

    Áform um alþjóðlegt vöktunarnet á losun og bindingu GHL

    Nýjasta talan yfir magn koltvísýrings í andrúmsloftinu, þegar þetta er skrifað, er 424,32 ppm. Sú tala þýðir að af hverjum milljónum einingum í andrúmsloftinu eru 424,32 koltvísýringur. Talan er fengin frá rannsóknarstöðinni í Mauna Loa í Hawaii,...

    Góð dæmi um réttlát umskipti – Ný skýrsla

    Með því að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og að því sé gert kleift að beita nýrri tækni og höndla nýjar áskoranir er hægt að auka líkurnar á því að loftslagsaðgerðir skili árangri til langs tíma. Þessa ályktun má draga af nýrri skýrslu UN...

    Binda einhver ríki meira kolefni en þau losa?

    Alls hafa 93 lönd í heiminum, samkvæmt Climatewatch, lýst því yfir formlega að þau stefni að kolefnishlutleysi. Ísland er á meðal þeirra tuttugu landa sem hafa bundið slíkt markmið í lög, en Ísland skal verða orðið kolefnishlutlaust samkvæmt lögum...

    Hitastig sjávar og loftslagsbreytingar

    Meðalyfirborðshiti sjávar á jörðinni hefur aldrei mælst jafnhár og nú í apríl, eða 21,1 gráða. Þar með hefur metið verið slegið frá því í mars 2016, en þá mældist hitinn 21 gráða. Mælingar undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að hitastig sjávar...