Fundargerð 25. fundar Loftslagsráðs

10. júní 2020

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Maríanna Traustadóttir, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Gunnar Dofri Ólafsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Sigurður Thorlacius, Árni Finnsson, Steingrímur Jónsson, Hildur Hauksdóttir, Hafdís Hanna Ægisdóttir varamaður fyrir Sævar Helga Bragason, Berglind Ósk Alfreðsdóttir varamaður fyrir Sigurð Eyþórsson og Guðný Káradóttir. Gestir fundarins voru Helga Barðadóttir, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir og Daði Már Kristófersson. 

Fundurinn var haldinn í Háhyrnu, Skuggasundi 3. 

Fundarritari var Guðný Káradóttir.

Fundargerð seinasta fundar

Fundargerð síðustu funda var samþykkt.

Hagræn stjórntæki

Brynhildur fór yfir helstu atriði í greinargerð sem ráðgjafi hefur skilað Loftslagsráði um hagræn stjórntæki. Tilgangur þessarar greinargerðar var að taka fyrstu skref í að skilja hvernig hagrænum stjórntækjum er beitt í samhengi loftslagsmála á Íslandi og að skoða hvaða hagstærðir er um að ræða í þessu samhengi; tekjur og útgjöld. Hún rakti jafnframt kosti og galla hagrænna stjórntækja og sýndi helstu fjárhæðir í útgjöldum og tekjum sem fyrir liggja. Enn á eftir að afla ítarlegri upplýsinga. 

Rætt var um eðli skatta og gjalda, hvernig þeim er beitt og áhrif þeirra á breytta hegðun. Almenn ánægja með að ráðið sé komið með þessar upplýsingar og áhugi á að halda áfram með þetta verkefni á komandi starfsári í takt við tillögur sem lagðar voru fyrir fundinn, þ.e.; kalla saman í haust þá aðila sem halda utan um hagstærðir í samhengi kolefnishagkerfisins til fundar við Loftslagsráð. Jafnvel að skoða líka „best practice“ í öðrum löndum og fjárfestingar frá sjónarhóli loftslagsmála. Brynhildur sagði markmið undirhóps um hagræn stjórntæki hafa sett markmið um að stuðla að auknu gegnsæi í þeim tölum sem tengjast hagrænum stjórntækjum og loftslagsmálum. Þ.e. að stuðla að því að gögn séu skýr og aðgengileg. Fundarmenn styðja þetta markmið. Halldór þakkaði hópnum fyrir sitt framlag. 

Fjárframlög stjórnvalda til loftslagsmála (greining IPCC)

Daði Már Kristófersson prófessor og forseti félagsvísindasviðs HÍ kom á fundinn og kynnti gögn og greiningar sem snerta mat á hlutfalli af vergri landsframleiðslu sem æskilegt sé að veita til loftslagsmála. Velti upp spurningunni um hvort hnattræna meðaltalið 2,5% ætti við um Ísland. Hann rakti hvaðan talan er komin og hvernig hún er fundin. Þetta er greining sem nær til G20 landanna. Hún byggir á samanburði ólíkra sviðsmynda og hagrænar afleiðingar eru metnar í alþjóðlegu haglíkani sem hannað er af Cambridge Economics. Hagnaður (og þar með réttlætanlegur kostnaður) af aðgerðum er á bilinu 2-3% af vergri landsframleiðslu G20 ríkjanna. OECD segir 2,8% og hæsta gildið er 4,7%. 

Varðandi spurninguna um hvort 2,5% sé gott viðmið fyrir Ísland þá benti hann á að Ísland sé ekki með í tölunum og ekki liggi fyrir útreikningar sem geti svarað því. Það væri hrein tilviljun ef þessi niðurstaða væri lýsandi fyrir Ísland. Aðstæður á Íslandi eru mjög ólíkar þeim sem eru í G20 ríkjunum. Búið að gera margt á Íslandi sem þjóðir innan G20 hópsins eiga eftir að fást við. Það eru til betri tölur fyrir Ísland og nokkuð auðvelt að gera svipaða greiningu fyrir Ísland. 

Fundurinn þakkaði Daða fyrir innleggið. Í umræðum kom m.a. fram að þjóðhagslíkön taka ekki tillit til ytri áhrifa s.s. mengunar og fleiri þættir eru ekki hluti af matinu. Áhugi er á að Loftslagsráð skoði þessi mál betur á komandi starfsári. 

Stjórnsýsluúttekt

Halldór sagði frá vinnu við úttektina og benti fólki á eintak á Teams. Fyrst og fremst er breyting á sviðsmyndunum frá fyrri útgáfu, tenging við hagsæld og nýsköpun Hann sagði frá næstu skrefum sem eru kynning fyrir ráðuneytisstjórum og viðmælendum sem tekin voru viðtöl við.  

Starfsáætlun

Búið er að taka saman yfirlit yfir helstu viðfangefni 2019-2020 (hluti af fundargögnum). Fulltrúar í ráðinu voru hvattir til að skoða síðustu starfsáætlun til upprifjunar og senda tillögur á verkefnisstjóra sem mun jafnframt skoða umræðu síðustu funda þar sem nefnd voru viðfangsefni sem áhugi er að taka fyrir. Guðný sagði frá fjárhagsstöðunni en starfsáætlun komandi árs mun m.a. byggjast á því hve mikið fjármagn er til ráðstöfunar. 

Samskiptamál

Guðný sagði stuttlega frá vinnu við framkvæmd samskiptamála, nýr vefur í mótun o.fl. Óskað er eftir að einhverjir úr hópnum gefi kost á sér í samráð um samskiptamál næstu vikurnar við útfærslu á samskiptaáætlun. 

Önnur mál

Árni Finnsson sagði frá ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landverndar 6. júní sl. um olíulaust Ísland árið 2035. Landvernd mun senda Loftslagsráði erindi vegna þessa. 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið

Fréttir

Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk...

Breytingar á Loftslagsráði í undirbúningi hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

Í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á dögunum fyrir ríkisstjórninni kemur fram að hann hyggst þróa og efla Loftslagsráð svo það geti sinnt lögbundnu...

Uppgjör Loftslagsráðs

Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör...

Tölum skýrt og verum hreinskilin til að vita hvar við stöndum

Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í lok þessa árs verður í fyrsta skipti kynnt svokallað stöðumat heimsins, eða global stock take. Stöðumatinu er ætlað að gefa nákvæma mynd af því hvar þjóðir veraldar eru staddar þegar kemur að...

Bráðnun jökla að aukast

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar hafa jöklar á Suðurskautslandinu og á Grænlandi bráðnað mun hraðar á undanförnum áratugum en áður var talið. Árleg bráðnun jöklanna hefur sexfaldast frá 1992 og sjö verstu árin hvað varðar...

Hlýnun stefnir yfir 1,5 gráðu mörkin á næstu árum

Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur nú verið kynnt. Hún hefur að geyma áætlun um þróun ríkisútgjalda og tekna, og þar eru lagðar á borðið þær áherslur sem einkenna skulu umsvif hin opinbera á komandi árum. Áætlunin er byggð á spálíkönum sem...

Áform um alþjóðlegt vöktunarnet á losun og bindingu GHL

Nýjasta talan yfir magn koltvísýrings í andrúmsloftinu, þegar þetta er skrifað, er 424,32 ppm. Sú tala þýðir að af hverjum milljónum einingum í andrúmsloftinu eru 424,32 koltvísýringur. Talan er fengin frá rannsóknarstöðinni í Mauna Loa í Hawaii,...

Góð dæmi um réttlát umskipti – Ný skýrsla

Með því að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og að því sé gert kleift að beita nýrri tækni og höndla nýjar áskoranir er hægt að auka líkurnar á því að loftslagsaðgerðir skili árangri til langs tíma. Þessa ályktun má draga af nýrri skýrslu UN...

Binda einhver ríki meira kolefni en þau losa?

Alls hafa 93 lönd í heiminum, samkvæmt Climatewatch, lýst því yfir formlega að þau stefni að kolefnishlutleysi. Ísland er á meðal þeirra tuttugu landa sem hafa bundið slíkt markmið í lög, en Ísland skal verða orðið kolefnishlutlaust samkvæmt lögum...

Hitastig sjávar og loftslagsbreytingar

Meðalyfirborðshiti sjávar á jörðinni hefur aldrei mælst jafnhár og nú í apríl, eða 21,1 gráða. Þar með hefur metið verið slegið frá því í mars 2016, en þá mældist hitinn 21 gráða. Mælingar undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að hitastig sjávar...