Fundargerð 34. fundar Loftslagsráðs

24. febrúar 2021

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Auður Alfa Ólafsdóttir, Sigurður Loftur Thorlacius, Hildur Hauksdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Árni Finnsson, Sveinn Margeirsson, Unnsteinn Snorri Snorrason, Guðmundur Þorbjörnsson, Sævar Helgi Bragason og varafulltrúarnir Hlynur Óskarsson og Helga Ögmundsdóttir, bæði f.h. háskólasamfélagsins.

Gestur ráðsins: Hafdís Hanna Ægisdóttir frá stofnun Sæmundar fróða (liður 3). 

Fundurinn var haldinn í Skuggasundi 3 kl. 13-15. Guðný Káradóttir verkefnisstjóri skráði fundargerð.

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

Ábyrg kolefnisjöfnun

Fyrir fundinum lá samantekt sem lýsir samstarfi Loftslagsráðs og Staðlaráðs varðandi vinnustofu um ábyrga kolefnisjöfnun. Tilgangurinn er að stuðla að sammæli um aðferðir við mælingar og útgáfu kolefniseininga, miðlæga skráningu á útgáfu þeirra og sammæli um ábyrgar yfirlýsingar um kolefnisjöfnun á samkeppnismarkaði. Vinnustofan skiptist niður á þrjá daga, alla dagana kl. 9-12, 25. febrúar, 4. mars og 18. mars. Á fyrsta fundi er stöðugreining og væntingar þátttakenda ræddar. Á öðrum fundi er umræða um áskoranir og þarfir og á þriðja fundi eru niðurstöður dregnar saman, sammælis leitað og tekin ákvörðun um framhaldið.

Umræður að lokinni kynningu. Ábending kom fram um að sjónarmið neytenda verði höfð að leiðarljósi í þessari vinnu.

Kortlagning á vísindaráðgjöf

Gestur ráðsins undir þessum dagskrárlið var Hafdís Hanna Ægisdóttir frá Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands. Fyrir fundinum lá samantekt sem lýsir kortlagningu á vísindaráðgjöf í loftslagsmálum á Íslandi. Markmið úttektarinnar er að gefa yfirsýn og leggja grunn að umræðu um þverfræðilega og öfluga vísindaráðgjöf um loftslagsmál á Íslandi sem skili auknum gæðum í stefnumörkun og ákvarðanatöku. Markmið úttektarinnar er að gefa yfirsýn og leggja grunn að umræðu um þverfræðilega og öfluga vísindaráðgjöf um loftslagsmál á Íslandi sem skili auknum gæðum í stefnumörkun og ákvarðanatöku.

Hafdís Hanna sagði nánar frá fyrirhugaðri úttekt og tók þátt í umræðum og svaraði spurningum ráðsmeðlima. Áætlað er að ráðið fjalli um úttektina síðar í vor, en vinnunni við þessa úttekt sem Stofnun Sæmundar fróða framkvæmir í nánu samstarfi við Loftslagsráð á að ljúka í júní.

Landsframlag Íslands (NDC)

Fyrir fundinum lá samantekt stjórnvalda sem lýsir landsframlagi Íslands til markmiðs Parísarsamningsins sem skilað hefur verið inn til skrifstofu  samningsins. Einnig frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 þar sem lagt er til að markmiðið um kolefnishlutleysi 2040 verði lögfest og skilgreint.

Rætt hvort framsetning landsframlagsins kalli á viðbrögð Loftslagsráðs. Fram komu hugmyndir sem verða útfærðar nánar og ræddar á næsta fundi.

Samtal og sókn

Farið var yfir framgang undirbúnings tveggja viðburða sem haldnir verða undir merkjum Samtals og sóknar í loftslagsmálum. Annars vegar um ferðaþjónustu sem haldinn verður 13. apríl og hins vegar um sjávarútveg í byrjun júní. Undirhópar hafa verið myndaðir með fulltrúum í ráðinu sem vinna með verkefnisstjóra að undirbúningi.

Fyrir fundinum lá uppfærð samantekt frá skrifstofu ráðsins um sjávarútveg sem ætlað er að varpa ljósi á aðgerðir sem eru í gangi og fyrirliggjandi upplýsingar sem til eru um losun gróðurhúsalofttegunda í sjávarútvegi. Til viðbótar verður verkfræðistofan Efla fengin til að taka saman ítarlegri upplýsingar sem nýtast í samtalinu um tækifæri til að minnka kolefnisspor greinarinnar.

Önnur mál

Aðgerðaáætlun orkustefnu hefur verið gefin út af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Var hún meðal fundarganga þessa fundar. Hún byggir á orkustefnu sem ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar hefur lagt fram á Alþingi. Rætt um viðbrögð og mögulegt rýni Loftslagsráðs. Ákveðið að ráðið muni tjá sig um áætlunina og verður rætt um hvaða leið verður farin í þeim efnum á næsta fundi.   

Sigurður Loftur sagði frá „Upplýsingafundi almannavarna um loftslagsbreytingar“ sem haldinn var 19. febrúar undir merkjum Loftslagsverkfalls með þátttöku þriggja fulltrúa í Loftslagsráði. 

Hrönn Hrafnsdóttir sagði frá því að ný aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum yrði lögð fram á næsta fundi borgarstjórnar.

Halldór Þorgeirsson greindi frá að óskað hafi verið þátttöku hans í pallborði á atburði á vegum E3G hugveitunnar um tillögu Evrópuþingsins um stofnun Loftslagsráðs Evrópu.

Fréttir

Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk...

Breytingar á Loftslagsráði í undirbúningi hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

Í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á dögunum fyrir ríkisstjórninni kemur fram að hann hyggst þróa og efla Loftslagsráð svo það geti sinnt lögbundnu...

Uppgjör Loftslagsráðs

Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör...

Tölum skýrt og verum hreinskilin til að vita hvar við stöndum

Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í lok þessa árs verður í fyrsta skipti kynnt svokallað stöðumat heimsins, eða global stock take. Stöðumatinu er ætlað að gefa nákvæma mynd af því hvar þjóðir veraldar eru staddar þegar kemur að...

Bráðnun jökla að aukast

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar hafa jöklar á Suðurskautslandinu og á Grænlandi bráðnað mun hraðar á undanförnum áratugum en áður var talið. Árleg bráðnun jöklanna hefur sexfaldast frá 1992 og sjö verstu árin hvað varðar...

Hlýnun stefnir yfir 1,5 gráðu mörkin á næstu árum

Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur nú verið kynnt. Hún hefur að geyma áætlun um þróun ríkisútgjalda og tekna, og þar eru lagðar á borðið þær áherslur sem einkenna skulu umsvif hin opinbera á komandi árum. Áætlunin er byggð á spálíkönum sem...

Áform um alþjóðlegt vöktunarnet á losun og bindingu GHL

Nýjasta talan yfir magn koltvísýrings í andrúmsloftinu, þegar þetta er skrifað, er 424,32 ppm. Sú tala þýðir að af hverjum milljónum einingum í andrúmsloftinu eru 424,32 koltvísýringur. Talan er fengin frá rannsóknarstöðinni í Mauna Loa í Hawaii,...

Góð dæmi um réttlát umskipti – Ný skýrsla

Með því að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og að því sé gert kleift að beita nýrri tækni og höndla nýjar áskoranir er hægt að auka líkurnar á því að loftslagsaðgerðir skili árangri til langs tíma. Þessa ályktun má draga af nýrri skýrslu UN...

Binda einhver ríki meira kolefni en þau losa?

Alls hafa 93 lönd í heiminum, samkvæmt Climatewatch, lýst því yfir formlega að þau stefni að kolefnishlutleysi. Ísland er á meðal þeirra tuttugu landa sem hafa bundið slíkt markmið í lög, en Ísland skal verða orðið kolefnishlutlaust samkvæmt lögum...

Hitastig sjávar og loftslagsbreytingar

Meðalyfirborðshiti sjávar á jörðinni hefur aldrei mælst jafnhár og nú í apríl, eða 21,1 gráða. Þar með hefur metið verið slegið frá því í mars 2016, en þá mældist hitinn 21 gráða. Mælingar undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að hitastig sjávar...