Fundargerð 40. fundar Loftslagsráðs

23. júní 2021

Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Auður Alfa Ólafsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Árni Finnsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Unnsteinn Snorri Snorrason, Sævar Helgi Bragason og Steingrímur Jónsson. 

Gestir fundarins: undir lið 2, Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða og Sóllilja Bjarnadóttir doktorsnemi og undir lið 3, Bryndís Skúladóttir ráðgjafi hjá VSÓ. 

Fundurinn var haldinn í Háhyrnu, Skuggasundi 3 kl. 9-13. Guðný Káradóttir verkefnisstjóri skráði fundargerð.

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

Vísindaráðgjöf 

Fyrir fundinum lá samantekt með niðurstöðum kortlagningar á vísindaráðgjöf. Gestir fundarins, þær Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða og Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi kynntu vinnuna og helstu niðurstöður. 

Fulltúrar í ráðinu tjáðu sig um efni samantektarinnar. Í umræðum var m.a. rætt um kynningu á samantektinni sem hugsuð er sem áfangi í stærra verkefni, þ.á.m. kom fram tillaga um að halda málþing um vísindaráðgjöf í haust og verður hún tekin til skoðunar í tengslum við umræðu um starfsáætlun 2021-2022. 

Samantektin var afgreidd með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum, auk þess sem fulltrúar fengu tækifæri til að senda frekari ábendingar skriflega eftir fundinn. Viðfangsefnið verður aftur á dagskrá ráðsins í haust.  

Losun frá landi 

Fyrir fundinum lá samantekt VSÓ Ráðgjafar en óskað hafði verið eftir skriflegum athugasemdum við orðalag fyrir fundinn. Farið var yfir þær á fundinum, auk þess sem fleiri ábendingar komu fram í umræðunni. Samantekt VSÓ verður uppfærð með þeim breytingum sem samþykkt var að gera og send fulltrúum. 

Þá var til umfjöllunar drög að áliti frá ráðinu. Í umræðunni komu fram tillögur um breytingar á orðalagi. Þá var ákveðið að gefa þeim fulltrúum sem voru fjarverandi tækifæri á að senda ábendingar. Formanni var falið að fylgja málinu eftir. 

Samskipti

Samskiptiyfirlit fyrir tímabilið febrúar til og með júní var lagt fyrir fundinn til upplýsingar. 

Önnur mál

Formaður upplýsti ráðið um að erindi hefði borist frá Carbfix o.hf. þar sem farið var fram á stuðning ráðsins við umsókn fyrirtækisins um viðurkenningu. Formanni var falið að gera tillögu að svari sem sent verður á ráðið. Sökum vanhæfi mun varaformaður ekki taka þátt í afgreiðslu erindisins. 

Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir kynnti vinnu IPCC (milliríkjanefndar SÞ), útgáfu vísindaskýrslna um loftslagsmál, helstu dagsetningar og aðkomu hennar að vinnu IPCC, en hún er í vinnuhópi I. Guðfinnu var þakkað fyrir hennar framlag og fórnfýsi við að taka þátt í þessari mikilvægu vinnu IPCC.

Þá var kynnt tillaga að tímasetningum funda í Loftslagsráði á næsta starfsári en þeir verða á fimmtudögum kl. 14-16. Einnig var sagt frá fyrirhuguðum vinnufundi ráðsins sem fram fer 19. ágúst nk. 

Fréttir

Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk...

Breytingar á Loftslagsráði í undirbúningi hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

Í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á dögunum fyrir ríkisstjórninni kemur fram að hann hyggst þróa og efla Loftslagsráð svo það geti sinnt lögbundnu...

Uppgjör Loftslagsráðs

Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör...

Tölum skýrt og verum hreinskilin til að vita hvar við stöndum

Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í lok þessa árs verður í fyrsta skipti kynnt svokallað stöðumat heimsins, eða global stock take. Stöðumatinu er ætlað að gefa nákvæma mynd af því hvar þjóðir veraldar eru staddar þegar kemur að...

Bráðnun jökla að aukast

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar hafa jöklar á Suðurskautslandinu og á Grænlandi bráðnað mun hraðar á undanförnum áratugum en áður var talið. Árleg bráðnun jöklanna hefur sexfaldast frá 1992 og sjö verstu árin hvað varðar...

Hlýnun stefnir yfir 1,5 gráðu mörkin á næstu árum

Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur nú verið kynnt. Hún hefur að geyma áætlun um þróun ríkisútgjalda og tekna, og þar eru lagðar á borðið þær áherslur sem einkenna skulu umsvif hin opinbera á komandi árum. Áætlunin er byggð á spálíkönum sem...

Áform um alþjóðlegt vöktunarnet á losun og bindingu GHL

Nýjasta talan yfir magn koltvísýrings í andrúmsloftinu, þegar þetta er skrifað, er 424,32 ppm. Sú tala þýðir að af hverjum milljónum einingum í andrúmsloftinu eru 424,32 koltvísýringur. Talan er fengin frá rannsóknarstöðinni í Mauna Loa í Hawaii,...

Góð dæmi um réttlát umskipti – Ný skýrsla

Með því að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og að því sé gert kleift að beita nýrri tækni og höndla nýjar áskoranir er hægt að auka líkurnar á því að loftslagsaðgerðir skili árangri til langs tíma. Þessa ályktun má draga af nýrri skýrslu UN...

Binda einhver ríki meira kolefni en þau losa?

Alls hafa 93 lönd í heiminum, samkvæmt Climatewatch, lýst því yfir formlega að þau stefni að kolefnishlutleysi. Ísland er á meðal þeirra tuttugu landa sem hafa bundið slíkt markmið í lög, en Ísland skal verða orðið kolefnishlutlaust samkvæmt lögum...

Hitastig sjávar og loftslagsbreytingar

Meðalyfirborðshiti sjávar á jörðinni hefur aldrei mælst jafnhár og nú í apríl, eða 21,1 gráða. Þar með hefur metið verið slegið frá því í mars 2016, en þá mældist hitinn 21 gráða. Mælingar undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að hitastig sjávar...