Fundargerð 50. fundar Loftslagsráðs

3. mars 2022

Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Sigurður Loftur Thorlacius, Brynhildur Pétursdóttir, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Sveinn Margeirsson, Steingrímur Jónsson, Guðmundur Þorbjörnsson og Aðalheiður Snæbjarnardóttir.

Gestir fundarins voru: Anna Hulda Ólafsdóttir, yfirmaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, Hrafnhildur Bragadóttir, lögfræðingur, aðjúnkt við lagadeild HÍ og annar höfunda bókarinnar Loftslagsréttur og Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur, stundakennari við HR og ritstjóri Vísbendingar.

Fundurinn var haldinn í Skuggasundi 3 kl. 14-16. Guðný Káradóttir verkefnastjóri skráði fundargerð.

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 49. fundar sem haldinn var þann 10. febrúar sl. var samþykkt. 

2. Meginskilaboð annars vinnuhóps IPCC 

  1. Anna Hulda Ólafsdóttir kynnti stefnumarkandi samantekt (e. Summary for Policy Makers) á matsskýrslu annars vinnuhóps IPCC sem samþykkt var samhljóða af öllum aðildarríkjum stofnunarinnar 27. febrúar sl. og kynnt á blaðamannafundi morguninn eftir. Hún gerði einnig grein fyrir því hvernig kynningu hér á landi verður háttað. 
  2. Spurningar og umræður. Þá kom fram að Brynhildur Davíðsdóttir verður í sendinefnd Íslands þegar aðildarríkin taka stefnumarkandi samantekt skýrslu þriðja vinnuhóps IPCC til afgreiðslu í byrjun apríl. Ráðið mun fjalla um þær niðurstöður og taka ákvörðun þá hvort það sendi frá sér álit. 

Ríkissjóður og loftslagsmarkmið 

Ráðstöfun tekna og gjalda Ríkissjóðs í þágu loftslagsmarkmiða hefur verið sett á dagskrá ráðsins. Tilgangurinn er að hefja umræðu um efnið en markmiðið er að auka gagnsæi um tekjur og útgjöld íslenska ríkisins sem tengjast loftslagsmálum. Formaður greindi frá að búið er að ganga frá samkomulagi um að tveir sérfræðingar muni vinna með ráðinu sem verktakar í þessu verkefni. Þetta eru Hrafnhildur Bragadóttir og Jónas Atli Gunnarsson sem kynntu sig á fundinum.

Í umræðu um efnið var lögð áhersla á aukið gagnsæi í loftslaglagshagstjórn. Óskað var eftir fulltrúum í undirhóp til að vera bakland sérfræðinga og verkefnastjóra í þessu verkefni. 

Önnur mál

Formaður greindi frá auknum liðsafla á skrifstofu Loftslagsráðs. Svo að ráðið nái betur að standa undir væntingum til þess um faglega greiningargetu hefur verið gengið frá samstarfssamningum við Hrafnhildi Bragadóttir lögfræðing og við Kjarnann/Vísbendingu vegna Jónasar Atla Gunnarssonar hagfræðings. Þau hafa bæði gengið til liðs við skrifstofu Loftslagsráðs til að sinna afmörkuðum verkefnum.    

Greint var frá undirbúningi að Samtali og sókn um millilandasamgöngur, viðburði sem streymt verður þann 14. mars nk. kl. 14.  

Fréttir

Málþing um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð boða til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Á málþinginu verður fjallað á fræðilegan hátt um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk...

Breytingar á Loftslagsráði í undirbúningi hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

Í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á dögunum fyrir ríkisstjórninni kemur fram að hann hyggst þróa og efla Loftslagsráð svo það geti sinnt lögbundnu...

Uppgjör Loftslagsráðs

Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör...

Tölum skýrt og verum hreinskilin til að vita hvar við stöndum

Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í lok þessa árs verður í fyrsta skipti kynnt svokallað stöðumat heimsins, eða global stock take. Stöðumatinu er ætlað að gefa nákvæma mynd af því hvar þjóðir veraldar eru staddar þegar kemur að...

Bráðnun jökla að aukast

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar hafa jöklar á Suðurskautslandinu og á Grænlandi bráðnað mun hraðar á undanförnum áratugum en áður var talið. Árleg bráðnun jöklanna hefur sexfaldast frá 1992 og sjö verstu árin hvað varðar...

Hlýnun stefnir yfir 1,5 gráðu mörkin á næstu árum

Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur nú verið kynnt. Hún hefur að geyma áætlun um þróun ríkisútgjalda og tekna, og þar eru lagðar á borðið þær áherslur sem einkenna skulu umsvif hin opinbera á komandi árum. Áætlunin er byggð á spálíkönum sem...

Áform um alþjóðlegt vöktunarnet á losun og bindingu GHL

Nýjasta talan yfir magn koltvísýrings í andrúmsloftinu, þegar þetta er skrifað, er 424,32 ppm. Sú tala þýðir að af hverjum milljónum einingum í andrúmsloftinu eru 424,32 koltvísýringur. Talan er fengin frá rannsóknarstöðinni í Mauna Loa í Hawaii,...

Góð dæmi um réttlát umskipti – Ný skýrsla

Með því að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og að því sé gert kleift að beita nýrri tækni og höndla nýjar áskoranir er hægt að auka líkurnar á því að loftslagsaðgerðir skili árangri til langs tíma. Þessa ályktun má draga af nýrri skýrslu UN...

Binda einhver ríki meira kolefni en þau losa?

Alls hafa 93 lönd í heiminum, samkvæmt Climatewatch, lýst því yfir formlega að þau stefni að kolefnishlutleysi. Ísland er á meðal þeirra tuttugu landa sem hafa bundið slíkt markmið í lög, en Ísland skal verða orðið kolefnishlutlaust samkvæmt lögum...

Hitastig sjávar og loftslagsbreytingar

Meðalyfirborðshiti sjávar á jörðinni hefur aldrei mælst jafnhár og nú í apríl, eða 21,1 gráða. Þar með hefur metið verið slegið frá því í mars 2016, en þá mældist hitinn 21 gráða. Mælingar undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að hitastig sjávar...